Innlent

Fólk sem þarf nauðsynlega að ferðast skal leita upplýsinga fyrst

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Úr safni.
Úr safni. mynd/Vilhelm Gunnarsson
Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra minnir fólk á að enn er veður vont víða um land.  Víða eru vegir ófærir og búast má við að færð spillist enn frekar þegar líður á daginn.

Þar sem miklum snjó hefur kyngt niður og stífur vindur er í kortunum þarf lítið til þess að færðin breytist hratt.

Ef fólk þarf nauðsynlega að komast um, þá skal alltaf leita nýjustu upplýsinga um veður og færð hjá Vegagerðinni og Veðurstofunni.

Þeir vegir sem nú eru ófærir munu ekki opna og meiri líkur eru á að fleiri lokist en að færðin batni.  Ófært er yfir Fróðárheiði og vestur fyrir Snæfellsjökul.

Fleiri vegir og heiðar eru lokaðir og eru upplýsingar á vefsíðu Vegagerðarinnar.

Ólafsfjarðamúli og Þverárfall er lokað.  Súðavíkurhlíð er opin, en verður lokað kl 16 í dag.  Lokunin verður endurskoðuð á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×