Innlent

Um 200 björgunarsveitarmenn björguðu jólunum

Björgunarsveitarmenn að störfum í gærkvöld.
Björgunarsveitarmenn að störfum í gærkvöld. mynd/Guðbrandur Örn Arnarson
Um 35 manns í björgunarsveitinni Landsbjörg unnu í að leysa ástand sem skapaðist á Vesturlandsvegi í gærkvöldi. Eftir að hafa aðstoðað tugi bíla á Mosfellsheiði skapaðist jafnvel verra ástand á Vestulandsvegi þar sem hátt í 50 bílar lentu í vanda.

Í flestum bílanna voru Íslendingar á leið heim eftir jólaboð. Björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu voru því að í átta klukkustundir samtals í gær, aðfangadag.

Björgunarsveitin Gerpir á Neskaupsstað var kölluð út á níunda tímanum í gærkvöldi til þess að koma lækni yfir Oddsskarð á móts við sjúkrabíl sem var á leið frá Djúpavogi með sjúkling á leið í flug á Egilsstöðum. Lagt var af stað á tveimur bílum.

Færð og veður reyndust afleitt og voru fjallvegir sérlega seinfarnir. Brátt varð ljóst að kalla þyrfti út fleiri bjargir.

Þegar upp var staðið höfðu fjórar björgunarsveitir af Austfjörðum tekið þátt í að koma hinum slasaða til Egilsstaða og voru notaðir til þess fimm sérútbúnir jeppar, tveir snjóbílar, tvö snjóruðningstæki og tveir sjúkrabiar.

Síðustu björgunarmenn skiluðu sér í hús um klukkan sex í morgun en alls tóku um 30 manns þátt í aðgerðinni fyrir austan.

Í tilkynningu frá Landsbjörg segir að hátt í 200 björgunarsveitamenn hafi verið kallaðir út í gær til að sinna verkefnum víða um land.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×