Innlent

Þrír grunsamlegir menn handteknir

Nóttin var fremur róleg hjá lögregluembættum landsins í nótt.
Nóttin var fremur róleg hjá lögregluembættum landsins í nótt. mynd/vilhelm
Um klukkan hálf tólf í gærkvöldi var lögreglu tilkynnt um þrjá grunsamlega menn á bíl við Smiðjuveg í Kópavogi. Að sögn lögreglu voru þeir stöðvaðir skömmu síðar. Þeir eru grunaðir um þjófnað og telst málið upplýst.

Þá var tilkynnt um bruna í barnaskóla við Hjallabraut í Hafnarfirði rétt fyrir klukkan eitt í nótt. Þegar slökkvilið kom á staðinn var eldur kominn í vegg hússins. Slökkviliðsmönnum tókst vel að slökkva eldinn og er ekki vitað um frekari skemmdir.

Og rétt fyrir klukkan sjö í morgun var tilkynnt um innbrot í fyrirtæki í Kópavogi. Frekari upplýsingar fást ekki hjá lögreglu. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×