Innlent

Reyna að koma sjúklingi yfir heiðina

Mynd úr safni
Mynd úr safni Landsbjörg
Björgunarsveitin Ísólfur á Seyðisfirði vinnur nú hörðum höndum af því að koma sjúklingi á Egilsstaði en Fjarðarheiðin er kolófær.

Snjóbíll sveitarinnar og snjóbíllinn af skíðasvæði Seyðfirðinga eru notaðir til að grófmoka leiðina og er svo áætlað að nota breyttan jeppa björgunarsveitarinnar til að aka sjúklingnum yfir.

Verkið gengur þó hægt en Vegagerðin er að gera sitt til að flýta fyrir og kemur Egilsstaðamegin frá með snjóblásara og plóg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×