Innlent

Íslendingar hamingjubörn miðað við aðrar þjóðir

Agnes M. Sigurðardóttir biskup predikaði í Dómkirkjunni í dag.
Agnes M. Sigurðardóttir biskup predikaði í Dómkirkjunni í dag. Mynd/stöð 2
Agnes M. Sigurðardóttir biskup sagði í jóladagspredikun sinni í Dómkirkjunni í dag að Íslendingar minnast þakklætist á þessum jólum. Þakklætis fyrir að fá að lifa í landi sem lýtur stjórn þeirra sem gert hafa Jesú Krist að leiðtoga lífsins, landi lýðræðisins.

Sagði hún að þú að margt mætti betur fara væru Íslendingar hamingjubörn miðað við margar aðrar þjóðir. Rifjaði hún upp ferðlög sín á árinu meðal annars til Malawí, Kenýa og Suður-Kóreu þar sem hún kynntist því af eigin raun að öll börn heimsins fæðist ekki landi friðar. Íslendingar myndu ef til vill gleyma því hversu dýrmætt það sé.

„Er ekki umhugsunarvert nú árið 2013 að það skiptir máli hvar við fæðumst á þessari jörð. Börnin öll sem eru að fæðast á þessari stundu eiga ekki öll sömu framtíðarmöguleika. Á Kóreuskaganum, sem ég sótti einnig heim á árinu, er mikill munur á framtíð barna eftir því hvar á skaganum þau fæðast. Í Suður-Kóreu njóta börnin skólagöngu og flestra lífsins gæða og möguleika á meðan börnin í Norður-Kóreu lifa við ýmis höft og verða að lúta stjórnsömum yfirvöldum sem skerða persónufrelsi þeirra,“ sagði hún.

Þá fjallaði hún einnig um stöðu flóttamanna.

„Nýlega var frétt í hérlendu dagblaði um erlenda móður sem vill búa hér á landi. Hún hafði þetta að segja um þann vilja sinn: „Ég vil bara búa í friði með börnunum mínum. Klára nám mitt. Sjáðu hvað börnunum mínum líður vel. Ég kom ekki til að eignast peninga. Ég veit að það er efnahagskreppa hér eins og annarsstaðar. Ég kom útaf friðinum.“

Predikun hennar má lesa í heild sinni hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×