Innlent

Vegurinn milli Súðavíkur og Ísafjarðar lokaður

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Leiðin á milli Ísafjarðar og Súðavíkurhrepps verður áfram lokuð vegna snjóflóðahættu. Í fyrrinótt féll eitt snjóflóð á veginn og í nótt sem leið féllu eitt og jafnvel fleiri. Vegna aðstæðna var ákveðið að opna leiðina ekki í dag og staðan verður tekin á ný á morgun.

Á norðanverðum Vestfjörðum er enn hvassviðri og nokkur úrkoma. Á svæðinu er grannt fylgst með aðstæðum vegna hættu á snjóflóðum, enn er ekki snjóflóðahætta ekki komin á það stig að rýma þurfi hús. Ef breytingar verða á verða tilkynningar sendar út.

Vegir milli þéttbýlisstaða á norðanverðum Vestfjörðum eru margir hverjir ófærir. Þeim sem hyggjast fara á milli staða eru hvattir til að afla sér upplýsinga um færð og veður í síma Vegagerðarinnar 1777 eða á vefsíðu Vegagerðarinnar.

Einnig er fólk hvatt til þess að fylgst sé með tilkynningum frá almannavörnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×