Innlent

"Þetta er erfiður árstími“

Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar
„Þetta er erfiður árstími“, segir starfsmaður á Vogi, en þar hefur aðsóknin verið svo mikil yfir hátíðarnar að starfsfólk þurfti vísa fólki frá á aðfanga - og jóladag. Læknar á bráðamóttöku Landspítalans segja áfengistengd vandamál algeng á jólum.

Samanlagt lögðust 23 einstaklingar inn á Vog á aðfangadag, jóladag og annan í jólum. Aðsóknin í ár er það mikil að vísa þurfti fólki burt. Páll Bjarnason, dagskrárstjóri á Vogi, segir mjög óvenjulegt að fólk þurfi frá að hverfa. Hann segir þessa miklu eftirspurn að stórum hluta stafa af því álagi sem fólk finnur fyrir yfir hátíðarnar.

Fyrstu dagarnir í janúar eru yfirleitt mjög annasamir á Vogi. Þá er um að ræða fólk sem hefur frestað meðferð yfir jól og áramót og er í mörgum tilfellum að koma í fyrsta sinn.Páll segir það fólk úr öllum hópum samfélagsins, útigangsfólks og fjölskyldufólk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×