Lífið

Fimm bestu myndirnar fyrir fullorðna

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Le Week-End



Nick, leikinn af Jim Broadbent, og Meg, leikin af Lindsay Duncan, eru hjón sem hafa verið gift lengi og vilja kveikja neistann í sambandinu á ný. Þau fara til Parísar til að endurupplifa brúðkaupsferðina sína og nöldra í hvort öðru á götum borgar ástarinnar.



August: Osage County

Fjölskylda kemur saman til að leysa úr fjölskylduvandamáli. Leikkonurnar Meryl Streep og Julia Roberts fara á kostum og er myndin mjög líkleg í Óskarskapphlaupið.



Inside Llewyn Davis

Ungur tónlistarmaður reynir að meika það í New York á sjöunda áratugnum.



All Is Lost

Robert Redford leikur mann sem festist á eyju í Indlandshafi en leikarinn hefur fengið einróma lof gagnrýnenda fyrir frammistöðu sína.



Nebraska

Svarthvít mynd sem fjallar um mann sem glímir við geðræn vandamál og er sannfærður um að hann hafi unnið milljón dollara og þurfi því að keyra til Nebraska.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.