Lífið

Konungur sjálfsmyndanna

Ugla Egilsdóttir skrifar
James Franco.
James Franco.
Leikarinn James Franco segist vera háður Instagram og að hann hafi verið vændur um að setja þangað inn of mikið af myndum. Hann hafi jafnvel verið kallaður konungur sjálfsmyndanna. 

Hann skrifar grein um sjálfsmyndir í The New York Times þar sem hann segist sjá mjög glögglega hvers konar myndir auka vinsældir hans og hvaða myndir verða til þess að vinsældir hans dala.

Fyrir hvert ljóð eða málverk sem hann tekur mynd af og setur á Instagram setur hann eina mynd af sjálfum sér með kjölturakka, eða mynd af sér berum að ofan.

Þannig segir hann að jafnvægi myndist á milli þess sem hann vill sjálfur miðla og þess sem aðdáendur hans vilja sjá.

Hann vill meina að myndir sem frægt fólk setur sjálft inn á Instagram hafi gildi hvað sem myndgæðunum líður, vegna þess að sjónarhornið er svo náið. Blaðaljósmyndarar myndu græða fúlgur á myndum sem væru teknar í þessu návígi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.