Innlent

Opið beinbrot eftir vélsleðaslys

Mynd úr safni
Mynd úr safni mynd/vilhelm
Björgunarsveitir í Árnessýslu hafa verið kallaðar út vegna slyss á Lyngdalsheiði. Sá slasaði er vélsleðamaður sem ók fram af klettabrún þar sem fallið var 3-4 metrar.

Fregnir frá slysstað herma að hann hafi hlotið opið beinbrot á handlegg.Erfitt er að komast akandi alla leið á slysstaðinn og því taka björgunarsveitir með sér vélsleða til að komast síðasta spölinn.

Þyrla Landhelgisgæslunnar er einnig á leið á staðinn og er áætlaður komutími hennar klukkan 14:32.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×