Innlent

Eldingu laust niður í hús á Hvolsvelli

Samúel Karl Ólason skrifar
Eldingu laust niður í húsið Garð í gærkvöldi.
Eldingu laust niður í húsið Garð í gærkvöldi. Mynd/Kolbrún
Eldingu laust niður í húsið Garð á milli Hvolsvallar og Eystri-Rangár í gærkvöldi. „Það komu þrjár í röð. Ein fór í húsið og svo tvær sem fjarlægðust það,“ segir Kolbrún Magnúsdóttir í samtali við Vísi.

Aðspurð hvað hafi gerst þegar eldingin fór í húsið sagði Kolbrún: „Ekki neitt, rafmagnið fór út og svo kom það strax aftur inn. Það kom náttúrulega mikill blossi og það voru læti í húsinu.“

Eldingar sáust víða í gær og á Suðurlandi féllu stór haglél af himni. Á Búðardal.is er hægt að sjá meðfylgjandi myndband af eldingu.

Snjórinn hefur bráðnað á einum bletti á þakinu og þakjárnið er sviðið, þar sem eldingin hefur lent á þakinu.Mynd/Kolbrún



Fleiri fréttir

Sjá meira


×