Innlent

Bensínþjófar í háskaakstri við Hamraborg

Mynd/Vilhelm
Háskaakstur bensínþjófa endaði með því að að bíl þeirra hvolfdi á Hafnarfjarðarvegi við Hamraborg laust fyrir klukkan ellefu í gærkvödi. Ökumaðurinn ók fyrst utan í annan bíl, en kastaðist af honum utan í brúarvegginn og valt þaðan á hvolf.

Farþegi úr bílnum komst út úr bílnum og tók til fótanna, en ökumaðurinn hékk fastur í öryggisbeltinu. Lögreglumenn hlupu farþegann uppi og náðu ökumanninum úr bílbeltinu og voru báðir fluttir á slysadeild, þar sem gert var að sárum þeirra áður en þeir voru fluttir í fangageymslur.

Töluvert magn af eldsneyti fanst á brúsum í bílnum og leikur grunur á að mennirnir hafi stolið því.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×