Innlent

Niðurstaðan í samræmi við væntingar embættis Sérstaks saksóknara

Heimir Már Pétursson skrifar
Ólafur Þór Hauksson sérstakur saksóknari segist ekki vera búinn að kynna sér niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur í smáatriðum en dómsniðurstaðan hvað refsingu varðar „sé í samræmi við það sem embættið átti von á og ekki svo langt frá því sem farið var fram á.“

En hámarks refsing fyrir umboðssvik, sem var annar megin ákæruliður málsins er sex ár.

Ólafur Þór reiknar með því að þessum dómum verði áfrýjað, enda hafi flestum héraðsdómum í málum embættisins verið áfrýjað. Þá muni þessi niðurstaða „að öllum líkindum hafa fordæmisgildi í öðrum málum sem embætti Sérstaks saksóknara sé með í vinnslu,“ segir Ólafur Þór.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×