Innlent

Eldur í ruslagámi við Gullinbrú

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Slökkvistarf gekk vel að sögn slökkviliðs.
Slökkvistarf gekk vel að sögn slökkviliðs. mynd/daníel
Eldur kom upp í ruslagámi fyrir utan fyrrverandi útibú Landsbankans við Gullinbrú í Reykjavík í kvöld.

Slökkvistarf gekk vel en húsið fylltist af reyk og er ein hlið þess sviðin og skemmd.

Að sögn Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu er talið að um íkveikju hafi verið að ræða.

Húsið hýsti útibú Landsbankans um langt skeið en stendur nú autt.mynd/daníel
Húsið fylltist af reyk en er lítið skemmt að sögn slökkviliðs.mynd/daníel



Fleiri fréttir

Sjá meira


×