Innlent

Gunnar Axel vill leiða lista Samfylkingarinnar í Hafnarfirði

Gunnar Axel Axelsson, bæjarfulltrúi og formaður bæjarráðs, hefur ákveðið að gefa kost á sér í 1. sæti á lista Samfylkingarinnar í Hafnarfirði fyrir komandi bæjarstjórnarkosningarnar. Hann hefur verið bæjarfulltrúi frá árinu 2010.

Gunnar Axel lauk prófi í viðskiptafræði árið 2003 og starfar sem sérfræðingur á sviði þjóðhagsreikninga og fjármála hins opinbera hjá Hagstofu Ísland auk þess að stunda meistaranám í opinberri stjórnsýslu við Haskóla Íslands.

Gunnar Axel er kvæntur Katrínu N. Sverrisdóttir aðstoðarleikskólastjóra og á fjögur börn á aldrinum 3-17 ára.

„Ég vil gjarnan fá tækifæri til að fylgja eftir þeim verkefnum sem við höfum sett af stað og taka þátt í því að byggja upp og móta ný tækifæri á grundvelli þess árangurs sem náðst hefur í rekstri sveitarfélagsins að undanförnu.“ segir Gunnar í fréttatilkynningu.

„Sú mikla áhersla sem lögð hefur verið á að styrkja innviði samfélagsins í Hafnarfirði, þróun nýrra atvinnusvæða, öflugra samfélagsstoða á borð við leik- og grunnskóla og framúrskarandi aðstöðu til íþróttaiðkunar og heilsueflingar, laðar að sér bæði fólk og ný atvinnutækifæri. Verkefnið framundan snýst um að fjölga slíkum tækifærum enn frekar, halda áfram að byggja upp ákjósanlega innviði fyrir nýsköpun í atvinnurekstri og bjóða fólk og fyrirtæki velkomin í bæinn okkar.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×