Innlent

Arnaldur út um allan heim

Arnaldur út um allan heimBækur hans hafa selst í yfir 10 milljónum eintaka um heim allan og væri öllum seldum eintökum hans raðað upp í röð myndi hún ná frá Reykjavík og til Parísar. Arnaldur Indriðason er vinsælasti rithöfundur landsins og bækur hans eiga sífellt meiri vinsældum að fagna erlendis, en þær má meðal annars finna á japönsku, serbnesku og arabísku og eru fáanlegar í löndum á borð við Madagaskar, Súdan, Egyptalandi, Færeyjar og Bangladesh, svo fá ein séu nefnd. Ísland í dag tók saman nærmynd af metsöluhöfundinum Arnaldi Indriðasyni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×