Innlent

Kona slegin í andlitið með flösku

Fanney Birna Jónsdóttir skrifar
Tilkynnt var um fjórar líkamsárásir í nótt.
Tilkynnt var um fjórar líkamsárásir í nótt. Mynd/Anton
Mikill erill var hjá lögreglunni höfuðborgarsvæðinu í nótt og gistu tíu fangageymslur.

Tilkynnt var um fjórar líkamsárásir og voru tveir menn fluttir meðvitundarlausir á slysadeild, eftir árásir á Hverfisgötu og í Austurstræti.

Grunaður árásaraðili var handtekinn skömmu eftir aðra árásina og vistaður í fangageymslu vegna rannsóknar.

Ráðist var á leigubílstjóra í miðborginni og tveir ungir menn handteknir í kjölfarið fyrir líkamsárás, fjársvik og þjófnað.

Þá var kona slegin í andlitið með glasi eða flösku og blæddi töluvert. Grunaður maður var handtekinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×