Innlent

Fjárlög, þjóðarsátt, pylsa og kók

Kjartan Hreinn Njálsson skrifar
„Það er vel hægt að mynda þjóðarsátt um fjárlög, en þá verður ríkisstjórnin að sýna lit,“ segir Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar um ummæli formanns fjárlaganefndar sem boðar þjóðarsátt um fjárlög.

Vigdís Hauksdóttir ítrekaði á Alþingi í gær að þjóðarsátt væri markmið fjárlaganefndar. Þessi ummæli hafa vakið nokkra athygli. Hvort að það sé yfirleitt hægt að boða slíkt átak með fjárlögum ársins 2014.

Fréttastofa ræddi við leiðtoga stjórnarandstöðunnar um málið í dag. Öll voru sammála um að það væri undarlegt að hampa þjóðarsátt þegar niðurskurðar gætir víða í fjárlögum sem nú eru til umræðu á Alþingi.

Hægt er að sjá frétt Stöðvar 2 um málið í myndskeiðinu hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×