Innlent

Halda áfram leit að skipverjanum

Fanney Birna Jónsdóttir skrifar
Þyrla Landhelgisgæslunnar er væntanleg á svæðið.
Þyrla Landhelgisgæslunnar er væntanleg á svæðið.
Björgunarsveitir á Austurlandi munu þegar birtir halda áfram leit að skipverjanum sem saknað er af erlendu flutningaskipi er var á leið til Reyðarfjarðar.

Mun minna umfang verður á leit sveitanna í dag en þrír björgunarbátar munu taka þátt. Samkvæmt yfirlýsingu frá Landsbjörgu er ætlunin að sigla með fjörum yst í sunnanverðum Reyðarfirði en þær verða einnig leitaðar með gönguhópum frá landi.


Þyrla Landhelgisgæslunnar er væntanleg á svæðið og mun hún leita á fyrirfram skipulögðu svæði úr lofti, meðal annars við Vattarnesið, Hafnarnesið og eyjarnar í kringum Skrúð.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×