Einhleypir karlar leita til sveitarfélaga eftir fjárhagsaðstoð Höskuldur Kári Schram skrifar 17. desember 2013 13:56 Úr myndasafni. Rúmlega 6 þúsund manns þáðu fjárhagsaðstoð frá sveitarfélögum á síðasta ári samkvæmt skýrslu Alþýðusambands Íslands eða tvöfald fleiri en fyrir hrun. Einhleypir karlar og einstæðar mæður eru fjömennustu hóparnir en mikill munur er á milli sveitarfélaga þegar kemur að útreikningum á framfærslu. Þeir einstaklingar sem hafa fullnýtt bótarétt sinn í atvinnuleysistryggingakerfinu geta leitað til sveitarfélaga um fjárhagsaðstoð. Samkvæmt nýútkominni skýrslu Alþýðusambands Íslands þáðu 6.200 einstaklingar fjárhagsaðstoð frá sveitarfélögum á síðasta ári en voru rétt rúmlega 3 þúsund árið 2007. „Tilgangurinn með þessari skýrslu var að fá heildarmynd af stöðunni. Við vitum að það eru margir sem hafa átt afskaplega erfitt frá hruni og það sem við erum að sjá líka núna er að það eru mjög margir á þessu ári sem hafa verið að klára bótarétt sinn hjá atvinnuleysistryggingasjóði og eiga þar af leiðandi ekki í nein önnur hús að venda nema til sveitarfélaganna og fá þar fjárhagsaðstoð,“ segir Ólafur Darri Andrason, deildarstjóri hagdeildar ASÍ. Fólk sem dettur af atvinnuleysisbótum og þarf að leita sér fjárhagaðstoðar hjá sveitarfélögum verður fyrir miklum tekjumissi. Þá er mikill munur á milli sveitarfélaga þegar kemur að útreikningum á framfærslu. Í Reykjavík miðast grunnfjárhæð einstaklings við tæpar 164 þúsund krónur en tæpar 130 þúsund í Reykjanesbæ. „Eitt af því sem okkur finnst mjög mikilvægt er að benda á að framfærsluviðmið sveitarfélagana eru almennt mjög lág og það er mjög mikill munur milli sveitarfélaganna. Það er erfitt að sjá hvernig hægt er að framfleyta sér af þessum aurum sem fást hjá sveitarfélögunum,“ segir Ólafur Darri. Einhleypir karlar eru fjölmennasti hópurinn eða 43 prósent þeirra sem þáðu framfærslu frá sveitarfélögum. Þar á eftir koma einstæðar mæður eða 27 prósent og síðan einhleypar konur eða tæp 20 prósent. Ólafur Darri segir nauðsynlegt að samræma framfærsluviðmið sveitarfélaganna. Þá sé einnig nauðsynlegt að bjóða fólki upp á mannsæmandi líf á meðan það leitar að annarri vinnu. Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Fleiri fréttir Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Sjá meira
Rúmlega 6 þúsund manns þáðu fjárhagsaðstoð frá sveitarfélögum á síðasta ári samkvæmt skýrslu Alþýðusambands Íslands eða tvöfald fleiri en fyrir hrun. Einhleypir karlar og einstæðar mæður eru fjömennustu hóparnir en mikill munur er á milli sveitarfélaga þegar kemur að útreikningum á framfærslu. Þeir einstaklingar sem hafa fullnýtt bótarétt sinn í atvinnuleysistryggingakerfinu geta leitað til sveitarfélaga um fjárhagsaðstoð. Samkvæmt nýútkominni skýrslu Alþýðusambands Íslands þáðu 6.200 einstaklingar fjárhagsaðstoð frá sveitarfélögum á síðasta ári en voru rétt rúmlega 3 þúsund árið 2007. „Tilgangurinn með þessari skýrslu var að fá heildarmynd af stöðunni. Við vitum að það eru margir sem hafa átt afskaplega erfitt frá hruni og það sem við erum að sjá líka núna er að það eru mjög margir á þessu ári sem hafa verið að klára bótarétt sinn hjá atvinnuleysistryggingasjóði og eiga þar af leiðandi ekki í nein önnur hús að venda nema til sveitarfélaganna og fá þar fjárhagsaðstoð,“ segir Ólafur Darri Andrason, deildarstjóri hagdeildar ASÍ. Fólk sem dettur af atvinnuleysisbótum og þarf að leita sér fjárhagaðstoðar hjá sveitarfélögum verður fyrir miklum tekjumissi. Þá er mikill munur á milli sveitarfélaga þegar kemur að útreikningum á framfærslu. Í Reykjavík miðast grunnfjárhæð einstaklings við tæpar 164 þúsund krónur en tæpar 130 þúsund í Reykjanesbæ. „Eitt af því sem okkur finnst mjög mikilvægt er að benda á að framfærsluviðmið sveitarfélagana eru almennt mjög lág og það er mjög mikill munur milli sveitarfélaganna. Það er erfitt að sjá hvernig hægt er að framfleyta sér af þessum aurum sem fást hjá sveitarfélögunum,“ segir Ólafur Darri. Einhleypir karlar eru fjölmennasti hópurinn eða 43 prósent þeirra sem þáðu framfærslu frá sveitarfélögum. Þar á eftir koma einstæðar mæður eða 27 prósent og síðan einhleypar konur eða tæp 20 prósent. Ólafur Darri segir nauðsynlegt að samræma framfærsluviðmið sveitarfélaganna. Þá sé einnig nauðsynlegt að bjóða fólki upp á mannsæmandi líf á meðan það leitar að annarri vinnu.
Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Fleiri fréttir Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Sjá meira