Sport

Flæktist í öryggisnetinu og missir af ÓL

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Tessa Worley.
Tessa Worley. Mynd/AP
Franska skíðakonan Tessa Worley verður ekki með á Ólympíuleikunum í Sochi í febrúar eftir að hafa meiðst illa á hné í stórsvigskeppni í Courcheval í dag.

Tessa Worley er 24 ára gömul og heimsmeistari í stórsvigi síðan í Schladming í febrúar. Hún ætlaði sér stóra hluti í sinni bestu grein á vetrarólympíuleikunum. Worley vann um síðustu helgi sitt áttuna stórsvigsmót í heimsbikarnum.

Worley féll í brautinni í dag og það leit ekki út fyrir að þetta væri alvarlegt fyrr en að hún flæktist í öryggisnetinu fyrir utan brautina.

Worley var flutt í sjúkraþyrlu á spítala í Nyon þar sem hún fór í myndatöku. Þar kom í ljós að hún hefði slitið fremra krossband.



Mynd/NordicPhotos/Getty
Mynd/AP
Mynd/AP
Mynd/AP
Mynd/AP



Fleiri fréttir

Sjá meira


×