Innlent

"Ég er bara að fá hjartaáfall“

Mynd tengist frétt ekki beint.
Mynd tengist frétt ekki beint. Mynd/Getty
„Ég er bara að fá hjartaáfall," segir kona sem fékk glaðning frá FM957 í dag. Um er að ræða árlegt átak hjá útvarpsstöðinni sem reynir að aðstoða fólk fyrir jólin.

Fólk getur annað hvort skráð sig sjálf, eða tilnefnt einhvern annan sem þarf á hjálp að halda. Heiðar Austmann hringdi í konuna sem hefur átt erfitt undanfarið, til dæmis er hún nýbúin að missa íbúðina sína þar sem pöddur leyndust og myglusveppur.

Systir konunnar tilnefndi hana og sagði að hún væri gjafmildasta og óeigingjarnasta manneskja sem hún þekkir. Konan brotnaði saman þegar henni var tilkynnt að hún fengi veglegan styrk nú fyrir jólin. Til dæmis gjafabréf í Next, Tölvulistanum, Nettó, Garðheimum, Skífunni og skemmtipakka Stöðvar 2.

„Takk fyrir að, þetta kemur sér mjög vel. Eigið gleðileg jól,“ sagði konan með tárin í augunum og augljóslega mjög þakklát.

Hlusta má á hljóðbrotið hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×