Innlent

Íslendingar vilja seinka klukkunni

Boði Logason skrifar
Þessi ætlar sko ekki að mæta of seint í vinnuna, það er nokkuð ljóst.
Þessi ætlar sko ekki að mæta of seint í vinnuna, það er nokkuð ljóst. mynd/getty
Hundruð Íslendingar hafa ritað nafn sitt á undirskriftarlista þess efnis að seinka klukkunni á Íslandi um eina klukkustund.

Þessi umræða blossar upp annað slagið, þá sérstaklega þegar dagurinn er hvað stystur. Í lok nóvember lögðu þingmenn Bjartrar framtíðar fram þingsályktunartillögu þar sem það var lagt til að seinka klukkunni og fá þannig bjartari morgna. Miðað við gang sólarinnar sé Ísland rangt skráð, og hafi frá árinu 1968 verið stillt á sumartíma.

Þeir sem standa að baki undirskriftasöfnuninni benda á að það birti um einni og hálfri klukkustund seinna en það myndi annars gera ef klukkan væri rétt stillt. Það geri það að verkum að Íslendingar fari á fætur í svaramyrkri stóran hluta ársins.

Líkamsklukka okkar sé stillt samkvæmt gangi sólarinnar, sem geri það að verkum að þeir Íslendingar sem vakni klukkan 7 á morgnanna, séu í raun að vakna klukkan 5:30. Slíkt geti haft neikvæð áhrif á svefnvenjur og líðan fólks. 

Sjá má nánar um undirskriftarsöfnunina hér.

Uppfært 1515:

Athugið að í fyrstu var því haldið fram að hópurinn vilji seinka klukkunni um einn og hálfan klukkutíma, en hið rétta er að hópurinn vill seinka henni um klukkutíma. Og þá eru yfir þrjú þúsund manns búnir að skrifa nafn sitt undir listann.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×