Innlent

Ekki leitað að sjómanninum í dag

Gissur Sigurðsson skrifar
Björgunarsveitarmenn settu í gær út rekald með sendi, til að kanna strauma í sjónum utan Reyðarfjarðar, í von um að þær upplýsingar gagnist í leitinni að sjómanninum, sem féll fyrir borð á flutningaskipi á þeim slóðum fyrir nokkrum dögum.

Ekki er búist við gagnlegum upplýsingum um straumana fyrr en eftir sólarhring og þá verður tekin ákvörðun um hvort frekari leit verður gerð, en ekki verður leitað í dag. Í gær var leitað á fjórum bátum og gönguhópar fóru um fjörur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×