Innlent

Ragnar Þór kallar til lögmenn

Jakob Bjarnar skrifar
Ragnar Þór, kennarinn sem sagði starfi sínu lausu í kjölfar naflausrar ábendingar, segir málinu hvergi nærri lokið.
Ragnar Þór, kennarinn sem sagði starfi sínu lausu í kjölfar naflausrar ábendingar, segir málinu hvergi nærri lokið. MYND/AF VEF REYKJAVÍKURBORGAR
Ragnar Þór Pétursson kennari, boðar í nýjum pistli að hann muni fylgja málum sínum gagnvart Skóla- og frístundasviði Reykjavíkur (SFR) eftir:

„Ég hef hingað til keyrt málið á almennri skynsemi og réttlætiskennd. Þegar hlutir taka myndbreytingum fyrir augunum á manni og hugtök hætta skyndilega að merkja það sama og áður – þá er það skýrt merki um að kominn sé tími á lögfræðingana. Ég mun því kalla þá fram á sjónarsviðið og leyfa þeim að gera tilraunir til að blása burt þokunni.“

Eins og fram hefur komið í fréttum sagði Ragnar Þór starfi sínu sem kennari við Norðlingaskóla lausu eftir að SFS barst nafnlaus ábending um að hann hefði gerst sekur um brot gegn börnum. Ragnar segir SFS tvísaga í málinu og ekki gera greinarmun á hugtökunum „nafnleysi“ og „nafnleynd“ og sviðinu sé fyrirmunað að játa á sig mistök. Þá virðast orðin „almenn“ og „sértæk“ vefjast fyrir yfirstjórn skólamála. En einkum er það þessi eiginleiki sem er sá að geta ekki viðurkennt mistök sem Ragnar telur óbærilegan og skaðlegan:

„Því það er eiginlega ótrúlegt hve langt menn nenna að ganga til að þurfa ekki að segja þessi örfáu orð: „Ég gerði mistök.“ Og þar sem hugrekkið til að gera mistök er eitt mikilvægasta hreyfiaflið í réttlátu kerfi kemur ekki alveg á óvart að í kerfi sem reynist svona einstaklega illa sé djúpt á viðurkenningu á slíku.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×