Innlent

Synti með háhyrningum í Grundarfirði

Samúel Karl Ólason skrifar
Skjáskot úr myndbandi.
Patrick Dykstra, sem rekur fyrirtækið Picture Adventure Expeditions, er að skipuleggja að bjóða upp á ferðir með ljósmyndara og ævintýragjarna ferðamenn til köfunar með háhyrningum á Snæfellsnesi.

Í gær synti hann með háhyrningum utan við Grundarfjörð. Sagt er frá þessu á vef Skessuhorns.

Með Dykstra í för var ljósmyndarinn Amos Nachoum, sem er margverðlaunaður og bæðir hafa reynslu af því að kafa með háhyrningum. Segja þeir þessa hvali vera meinlausa, enda borði þeir einungis síld og aðra fiska.

Hér fyrir neðan er hægt að sjá myndband af sundferð Dykstra, en við myndbandið skrifar hann: „Tók kalda dýfu með 15 háhyrningum. Stóri karlinn stoppar, snýr sér að mér og skoðar mig á og hinir synda tæpa tvo metra undir mig.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×