Sport

Becker verður aðalþjálfari Djokovic

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Einn besti tenniskappi sögunnar, Þjóðverjinn Boris Becker, verður nýr aðalþjálfari Novak Djokovic frá og með áramótum.

Djokovic hefur verið í fremstu röð undanfarin ár og er nú í öðru sæti heimslistans. Hann vann opna ástralska mótið í upphafi þessa árs og er nú að undirbúa sig fyrir titilvörnina sem hefst í Melbourne í janúar.

Djokovic tapaði þó fyrir Rafael Nadal í bæði úrslitum Wimbledon-mótsins sem og opna bandaríska meistaramótsins og hefur hug á að endurheimta efsta sæti heimslistans af Spánverjanum.

Becker tekur við stöðunni af Marian Vadja sem verður þó áfram í þjálfarateymi Djokovic.

Becker er einn sigursælasti keppandi tennissögunnar en hann vann sex risamót á ferlinum sem og gull á Ólympíuleikum. Hann vann Wimbledon-mótið aðeins sautján ára gamall á sínum tíma.

Djokovic er ekki fyrsti tenniskappinn sem ræður gamla goðsögn sem þjálfara en Tékkinn Ivan Lendl gerbreytti ferils Andy Murray á örfáum árum. Murray varð á þessu ári fyrsti breski Wimbledon-meistarinn síðan 1936 og var á dögunum valinn íþróttamaður ársins af BBC, breska ríkisútvarpinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×