Tveir Íslendingar björguðu fjölskyldu úr brennandi íbúð í Árósum Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 19. desember 2013 08:53 Tveir Íslendingar, þeir Gunnar Þór Nilsen og Friðrik Elís Ásmundsson, björguðu í morgun rúmenskri fjölskyldu út úr brennandi íbúð í Árósum. Gunnar lýsir því í samtali við fréttastofu hvernig hann hafi tekið eftir því út um gluggan hjá sér að í næstu blokk var óeðlileg birta í einum glugganum. Á örskotsstund hafi honum orðið ljóst að eldur væri að kvikna í gardínu. Hann vakti þá Friðrik félaga sinn og sagði honum að hlaupa yfir að blokkinni, á meðan hann hringdi sjálfur á slökkviliðið og fór svo Friðriki til aðstoðar. „Svo þegar við komum þarna að blokkinni, þá er bara kominn eldur þarna út um gluggann á einu herberginu. Þetta gerðist á einni og hálfri mínútu,“ segir Gunnar Þór. Einn íbúinn hafði þá komið sér út á einskonar þak yfir verönd, og segir Gunnar að eldtungurnar hafi hreinlega sleikt hann þannig að hann sviðnaði töluvert, en þá var eldurinn búinn að breiðast út um alla íbúð. Maðurinn sagði þeim að fleiri væru í íbúðinni og Gunnar og Friðrik fara þá inn í íbúðina þar sem þeir mættu konu með lítið barn í örmunum. „Við tókum fólkið yfir í íbúðina til okkar og gáfum þeim föt og svona, því slökkviliðið var ekkert komið,“ segir Gunnar en í íbúðinni voru tveir karlmenn, ein kona og litla barnið. Þeir Friðrik og Gunnar fóru síðan aftur yfir að blokkinni og aðstoðuðu íbúa í nærliggjandi íbúðum við að komast út, en eldurinn náði ekki að læsa sig í hinar íbúðirnar, þótt um töluverðar reykskemmdir sé að ræða. Slökkviliðið mætti síðan skömmu síðar á svæðið og gekk vel að ráða niðurlögum eldsins. Fjölskyldan í íbúðinni sem brann var síðan öll flutt á sjúkrahús og segir Gunnar að einn maðurinn hafi orðið verst úti, hann hafi sviðnað töluvert og öll kvörtuðu þau unan særindum í lungum. Gunnar og Friðrik þurftu hinsvegar ekki á sjúkrahús þótt hár þeirra hafi sviðnað dálítið. „Okkur er dálítið illt í lungunum, þetta var svo svakalegur hiti.“Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Gunnar Þór hefur bjargað mannslífum. Nánar verður fjallað um björgunarafrek hans í fréttum Stöðvar 2 í opinni dagskrá kl. 18.30. Mest lesið Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
Tveir Íslendingar, þeir Gunnar Þór Nilsen og Friðrik Elís Ásmundsson, björguðu í morgun rúmenskri fjölskyldu út úr brennandi íbúð í Árósum. Gunnar lýsir því í samtali við fréttastofu hvernig hann hafi tekið eftir því út um gluggan hjá sér að í næstu blokk var óeðlileg birta í einum glugganum. Á örskotsstund hafi honum orðið ljóst að eldur væri að kvikna í gardínu. Hann vakti þá Friðrik félaga sinn og sagði honum að hlaupa yfir að blokkinni, á meðan hann hringdi sjálfur á slökkviliðið og fór svo Friðriki til aðstoðar. „Svo þegar við komum þarna að blokkinni, þá er bara kominn eldur þarna út um gluggann á einu herberginu. Þetta gerðist á einni og hálfri mínútu,“ segir Gunnar Þór. Einn íbúinn hafði þá komið sér út á einskonar þak yfir verönd, og segir Gunnar að eldtungurnar hafi hreinlega sleikt hann þannig að hann sviðnaði töluvert, en þá var eldurinn búinn að breiðast út um alla íbúð. Maðurinn sagði þeim að fleiri væru í íbúðinni og Gunnar og Friðrik fara þá inn í íbúðina þar sem þeir mættu konu með lítið barn í örmunum. „Við tókum fólkið yfir í íbúðina til okkar og gáfum þeim föt og svona, því slökkviliðið var ekkert komið,“ segir Gunnar en í íbúðinni voru tveir karlmenn, ein kona og litla barnið. Þeir Friðrik og Gunnar fóru síðan aftur yfir að blokkinni og aðstoðuðu íbúa í nærliggjandi íbúðum við að komast út, en eldurinn náði ekki að læsa sig í hinar íbúðirnar, þótt um töluverðar reykskemmdir sé að ræða. Slökkviliðið mætti síðan skömmu síðar á svæðið og gekk vel að ráða niðurlögum eldsins. Fjölskyldan í íbúðinni sem brann var síðan öll flutt á sjúkrahús og segir Gunnar að einn maðurinn hafi orðið verst úti, hann hafi sviðnað töluvert og öll kvörtuðu þau unan særindum í lungum. Gunnar og Friðrik þurftu hinsvegar ekki á sjúkrahús þótt hár þeirra hafi sviðnað dálítið. „Okkur er dálítið illt í lungunum, þetta var svo svakalegur hiti.“Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Gunnar Þór hefur bjargað mannslífum. Nánar verður fjallað um björgunarafrek hans í fréttum Stöðvar 2 í opinni dagskrá kl. 18.30.
Mest lesið Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira