Innlent

Staða útvarpsstjóra verður auglýst á laugardaginn

Stefán Árni Pálsson skrifar
Páll Magnússon hætti sem útvarpsstjóri í vikunni
Páll Magnússon hætti sem útvarpsstjóri í vikunni mynd / samsett
Fram kom í kvöldfréttum RÚV í kvöld að stjórn RÚV hafi í dag ákveðið á stjórnarfundi að auglýsa eftir stöðu útvarpsstjóra á laugardaginn.

Páll Magnússon hætti sem útvarpsstjóri á þriðjudaginn. Páll lýsti því yfir að hann nyti ekki nægilega mikils traust innan stjórnarinnar.

Bjarni Guðmundsson mun sinna starfinu tímabundið í stað Páls en hann hefur verið aðstoðarmaður útvarpsstjóra að undanförnu.

Umsóknarfrestur verður til og með 6. janúar og hefur Capacent verið falið að hafa umsjón með ráðningaferlinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×