Óttast að grunnskólaframkvæmdir valdi þenslu á Siglufirði Elimar Hauksson skrifar 20. desember 2013 07:15 Iðnaðarmenn skora á bæjarstjórn Fjallabyggðar að fresta framkvæmdum en mikill uppgangur er nú á Siglufirði. Iðnaðarmenn í Fjallabyggð hafa sent bæjarstjórn Fjallabyggðar undirskriftalista þar sem þeir skora á bæjarstjórn að fresta fyrirhugaðri viðbyggingu á Grunnskóla Fjallabyggðar sem til stendur að reisa í byrjun næsta árs. Ástæða áskorunarinnar er sú að að iðnaðarmenn eru uppteknir við framkvæmdir á Hótel Rauðku sem mun rísa á Siglufirði en þeir telja að framkvæmdatími þessara verka muni skarast og því eigi þeir ekki möguleika á að starfa við við bæði verkin. Iðnaðarmennirnir hafa áhyggjur af því að óbreytt verkefnastaða muni valda mikilli þenslu á skömmum tíma og hvetja því bæjarstjórn til að jafna út álagið og fresta skólaframkvæmdum. Framkvæmdir á svokölluðum grunnskólareit á Þórmóðseyri á Siglufirði hafa verið umdeildar en bæði deiliskipulag og byggingarleyfi fyrir viðbyggingu skólans var kært til úrskurðarnefndar umferfis- og auðlindamála. Úrskurðarnefndin hafnaði ógildingu og var málið tekið fyrir á fundi bæjarstjórnar 12. desember síðastliðinn.Tillaga um frestun framkvæmda felldÍ framhaldi af niðurstöðu úrskurðarnefndar fól bæjarráð bæjarstjóra að bjóða verkið út hið fyrsta. Í upphafi umfjöllunar las forseti bæjarstjórnar áskorun iðnaðarmanna og í kjölfarið lagði bæjarfulltrúi framsóknarmanna, Sólrún Júlíusdóttir, fram tillögu þess efnis að öllum framkvæmdum við Grunnskólann yrði frestað og málinu yrði vísað til bæjarráðs til frekari skoðunar. Sú tillaga var hins vegar felld með fimm atkvæðum gegn þremur. Sólrún hefur áhyggjur af þensluáhrifum framkvæmdanna og segir að þrátt fyrir að verk séu boðin út á landsvísu, þá hafi reynslan verið sú að sótt hafi verið í undirverktaka í heimabyggð. Sveitarfélög eigi alls ekki að ýta undir of mikla þenslu á skömmum tíma þegar einkaaðilar séu tilbúnir til framkvæmda. „Ég tel að sveitarfélagið eigi ekki að fara í stórframkvæmd, meðan einkaaðili er tilbúinn að fara í svo kostnaðarsama framkvæmd. það eru ekki öll sveitarfélög sem eru svo heppin að hafa einkaaðila sem tilbúinn er að fjárfesta fyrir einn og hálfan milljarð í framkvæmdum á svæðinu," segir Sólrún. Hún vísar þar til athafnamannsins Róberts Guðfinnssonar sem hefur fjárfest umtalsvert á svæðinu, meðal annars í ferðaþjónustu og í kringum líftæknifyrirtækið Genis.Bæjarstjóri segir einungis verið að uppfylla lögboðnar skyldur Sigurður Valur Ásbjarnarson er bæjarstjóri Fjallabyggðar. Hann segir sveitarfélagið eingöngu vera að uppfylla lögbundnar skyldur með því að klára framkvæmdirnar. „Skólabyggingin sem um ræðir er að rúmmáli og flatarmáli um það bil 15% af þeirri framkvæmd sem hún rekst á við. þessi framkvæmd er því ekki stór í sniðum. það breytir því ekki að menn hafi áhyggjur af þensluáhrifum. Það hefur verið markmið þessarar bæjarstjórnar frá kosningum að sameina skólabyggingar úr tveimur í eina, bæði á Ólafsfirði og Siglufirði. Með þessari framkvæmd er þeim markmiðum náð og grunnskólinn í Fjallabyggð verður því í sama dúr og önnur sveitarfélög eru með sína skóla," segir Sigurður. Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fleiri fréttir Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Sjá meira
Iðnaðarmenn í Fjallabyggð hafa sent bæjarstjórn Fjallabyggðar undirskriftalista þar sem þeir skora á bæjarstjórn að fresta fyrirhugaðri viðbyggingu á Grunnskóla Fjallabyggðar sem til stendur að reisa í byrjun næsta árs. Ástæða áskorunarinnar er sú að að iðnaðarmenn eru uppteknir við framkvæmdir á Hótel Rauðku sem mun rísa á Siglufirði en þeir telja að framkvæmdatími þessara verka muni skarast og því eigi þeir ekki möguleika á að starfa við við bæði verkin. Iðnaðarmennirnir hafa áhyggjur af því að óbreytt verkefnastaða muni valda mikilli þenslu á skömmum tíma og hvetja því bæjarstjórn til að jafna út álagið og fresta skólaframkvæmdum. Framkvæmdir á svokölluðum grunnskólareit á Þórmóðseyri á Siglufirði hafa verið umdeildar en bæði deiliskipulag og byggingarleyfi fyrir viðbyggingu skólans var kært til úrskurðarnefndar umferfis- og auðlindamála. Úrskurðarnefndin hafnaði ógildingu og var málið tekið fyrir á fundi bæjarstjórnar 12. desember síðastliðinn.Tillaga um frestun framkvæmda felldÍ framhaldi af niðurstöðu úrskurðarnefndar fól bæjarráð bæjarstjóra að bjóða verkið út hið fyrsta. Í upphafi umfjöllunar las forseti bæjarstjórnar áskorun iðnaðarmanna og í kjölfarið lagði bæjarfulltrúi framsóknarmanna, Sólrún Júlíusdóttir, fram tillögu þess efnis að öllum framkvæmdum við Grunnskólann yrði frestað og málinu yrði vísað til bæjarráðs til frekari skoðunar. Sú tillaga var hins vegar felld með fimm atkvæðum gegn þremur. Sólrún hefur áhyggjur af þensluáhrifum framkvæmdanna og segir að þrátt fyrir að verk séu boðin út á landsvísu, þá hafi reynslan verið sú að sótt hafi verið í undirverktaka í heimabyggð. Sveitarfélög eigi alls ekki að ýta undir of mikla þenslu á skömmum tíma þegar einkaaðilar séu tilbúnir til framkvæmda. „Ég tel að sveitarfélagið eigi ekki að fara í stórframkvæmd, meðan einkaaðili er tilbúinn að fara í svo kostnaðarsama framkvæmd. það eru ekki öll sveitarfélög sem eru svo heppin að hafa einkaaðila sem tilbúinn er að fjárfesta fyrir einn og hálfan milljarð í framkvæmdum á svæðinu," segir Sólrún. Hún vísar þar til athafnamannsins Róberts Guðfinnssonar sem hefur fjárfest umtalsvert á svæðinu, meðal annars í ferðaþjónustu og í kringum líftæknifyrirtækið Genis.Bæjarstjóri segir einungis verið að uppfylla lögboðnar skyldur Sigurður Valur Ásbjarnarson er bæjarstjóri Fjallabyggðar. Hann segir sveitarfélagið eingöngu vera að uppfylla lögbundnar skyldur með því að klára framkvæmdirnar. „Skólabyggingin sem um ræðir er að rúmmáli og flatarmáli um það bil 15% af þeirri framkvæmd sem hún rekst á við. þessi framkvæmd er því ekki stór í sniðum. það breytir því ekki að menn hafi áhyggjur af þensluáhrifum. Það hefur verið markmið þessarar bæjarstjórnar frá kosningum að sameina skólabyggingar úr tveimur í eina, bæði á Ólafsfirði og Siglufirði. Með þessari framkvæmd er þeim markmiðum náð og grunnskólinn í Fjallabyggð verður því í sama dúr og önnur sveitarfélög eru með sína skóla," segir Sigurður.
Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fleiri fréttir Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Sjá meira