Innlent

Slasaður fékk gistingu hjá lögreglu

Gissur Sigurðsson skrifar
Lögreglu barst tilkynning um það í gærkvöldi, að slasaður maður lægi utan dyra í Hafnarfirði og var í fyrstu haldið að hann hefði orðið fyrir líkamsárás. Það kom hinsvegar í ljós að maðurinn, sem var mjög ölvaður, hafði dottið og meiðst á höfði.

Hann var fluttur á slysadeild Landsspítalans, þar sem gert var að sárum hans, en síðan skaut lögregla yfir hann skjólshúsi í lausum fangaklefa, án þess þó að hann væri formlega handtekinn og er hann frjáls ferða sinna um leið og hann hefur heilsu til.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×