Innlent

Fá skip á sjó enda afleit spá

Gissur Sigurðsson skrifar
Sárafá fiskiskip eru á sjó enda töluverður sjór og stormspá á ellefu af sautján spásvæðum umhverfis landið. Víða á enn að bæta í vindinn í kvöld.

Stóru síldveiðiskipin á Breiðafirði eru ýmist í höfn í Grundarfirði eða halda sjó þar úti fyrir. Engar aðgerðir verða í Kolgrafafirði í dag vegna veðurs, en vindurinn ýfir upp hafflötinn þar, sem skilar súrefni í sjóinn og eykur þannig lífslikur þeirra 70 þúsund tonna af síld, sem talin eru vera í firðinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×