Innlent

Byrjar að kólna um allt land á morgun

Fanney Birna Jónsdóttir skrifar
„Það fer að snúast í norðanátt á morgun og þá fer að kólna,“ segir Þorsteinn veðurfræðingur.
„Það fer að snúast í norðanátt á morgun og þá fer að kólna,“ segir Þorsteinn veðurfræðingur.

Vakthafandi veðurfræðingur á Veðurstofunni segir að það fari að kólna allverulega á morgun.

Aðfararnótt föstudags og á föstudaginn verður virkilega kalt, en Þorstenn Jónsson veðurfræðingur segir að búast megi við allt að 15-20 stiga frosti inn til landsins og um 10 stigum á höfðborbarsvæðinu á föstudaginn.

„Það fer að snúast í norðanátt á morgun og þá fer að kólna. Það verður mikið frost um land allt. Fyrir norðan og austan fylgir snjókoma þessari norðanátt,“ segir Þorsteinn.

Hann segir að það fari að snjóa á norðurlandi í nótt og fram á morgun og austanlands fari að snjóa á fimmtudeginum.

„Á föstudaginn fer svo að létta til á öllu landinu, en þá um kvöldið kemur lægð upp að landinu með snjókomu sunnan og vestanlands og getur snjóað þar fram á morgun. Fer svo út í rigningu meira á laugardeginum,“ segir Þorsteinn.

Þorsteinn segir frostið aðallega vera bundið við fimmtudag og föstudag en svo dregur úr því um helgina.

„Þetta byrjar með því að það kólnar á morgun, reyndar er frost núna eiginlega alls staðar nema sums staðar við ströndina. Enn þetta verður kaldara á morgun og kalt fram að helgi,“ segir Þorsteinn.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.