Lífið

Orlando Bloom hefur aldrei lesið Hringadróttinssögu

Orlando Bloom
Orlando Bloom AFP/NordicPhotos
Orlando Bloom sló í gegn í hlutverki sínu sem Legolas í Lord of the Rings þríleiknum.

Leikarinn var gestur spjallþáttastjórnandans Jimmy Kimmel þar sem hann viðurkenndi þó að hafa ekki lesið bækurnar.

„Ég las Hobbitann þegar ég var krakki. Ég komst aðeins áleiðis með Lord of the Rings... en stelpur áttu hug minn allan á þessum árum,“ viðurkenndi Bloom.

Eins kaldhæðnislegt og það kann að hljóma las leikarinn þann hluta sögu Tolkiens þar sem Legolas kemur ekki fyrir.

Þrátt fyrir að hafa aldrei lokið við lestur bókarinnar, kemur Bloom til með að leika Legolas í öðrum hluta The Hobbit myndanna sem er væntanleg.

Bloom sagðist í þættinum hjá Kimmel leggja allt sitt traust á Peter Jackson, leikstjóra myndanna. „Peter skilur þennan heim. Hann hugsar fyrir öllu. Hann pælir í áhorfendunum og fólkinu sem les bækurnar og fólkinu sem eru alvöru aðdáendur myndanna og svo treysti ég honum líka til þess að búa til frábæra mynd sem á eftir að slá í gegn,“ bætti Bloom við. 





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.