Innlent

Stærsti Lottópottur í sögunni

Samúel Karl Ólason skrifar
Stefán Snær Konráðsson, framkvæmdastjóri Íslenskrar Getspár.
Stefán Snær Konráðsson, framkvæmdastjóri Íslenskrar Getspár. Mynd/Stefán
Allt stefnir í að stærsti vinningspottur í sögu Lottó verði dregin út á laugardaginn.

„Þetta er sennilega í sjötta skipti sem potturinn er sjöfaldur og nú stefnir í að potturinn núna verði sá stærsti sem greitt hefur verið út í Lottóinu.“

Potturinn sem dregið verður um á laugardaginn stefnir í að vera 85 milljónir króna en mest hefur hann verið áður 82 milljónir.

„Þetta er frábær jólapottur og vonandi fer hann til sem allra flestra. Það má líka ekki gleyma því að Lottó er til styrktar góðra málefna. Við hjá Íslenskri Getspá erum mjög spennt fyrir þessu.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×