Innlent

Ung- og smábarnavernd fyrirbura flyst á heilsugæslur

Fanney Birna Jónsdóttir skrifar
Í janúar 2014 mun ung- og smábarnavernd fyrirbura flytjast yfir á heilsugæslustöðvarnar.
Í janúar 2014 mun ung- og smábarnavernd fyrirbura flytjast yfir á heilsugæslustöðvarnar.
Í janúar 2014 mun ung- og smábarnavernd fyrirbura flytjast yfir á heilsugæslustöðvarnar á höfuðborgarsvæðinu.

Hópurinn sem um ræðir eru börn sem fædd eru fyrir 32 vikna meðgöngu og/eða undir 1.500 grömm að þyngd við fæðingu.

Í tilkynningu segir að með flutningnum verði haldið áfram að veita þá fyrirburaþjónustu sem boðið hefur verið upp á til þessa. Hún miði að því að styðja foreldra meðal annars með tíðum heimavitjunum fyrst eftir heimkomu og finna heilbrigðis- og þroskafrávik eins snemma og hægt er til að grípa megi til viðeigandi ráðstafana.

Sérhæft eftirlit með fyrirburum á göngudeild Barnaspítala Hringsins á Landsspítala verður áfram eins og verið hefur.

Heilsugæslan hefur útbúið sérstakar vinnuleiðbeiningar fyrir heilsugæslustöðvarnar þar sem fyrirkomulag þjónustu vegna ung- og smábarnaverndar er skilgreint. Þar kemur meðal annars fram að gert er ráð fyrir að tiltekinn hjúkrunarfræðingur á hverri stöð annist þjónustu við fyrirbura og foreldra þeirra.

Miðað er við að hjúkrunarfræðingur fari í heimsókn á vökudeidl fyrir útskrift og ræði við foreldra og eftir útskrift farih ann í heimavitjanir til fjölskyldunnar eins og hefð er fryir í almennri ung- og smábarnavernd. Vitjanir eru hins vegar tíðari og eftir að þeim lýkur eru skoðanir oftar en almennt er í ung- og smábarnavernd.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.