Lífið

Fatlaðar gínur í gluggum við Bahnhofstrasse

UE skrifar
Tekin voru mót af fötluðu frægðarfólki.
Tekin voru mót af fötluðu frægðarfólki.
Í gluggum á Bahnhofstrasse í Zürich voru í fyrradag útstillingar á gínum sem voru mótaðar eftir líkömum fatlaðra. Samtök fatlaðra sem heita Pro Infirmis stóð að verkefninu í tilefni af Alþjóðadegi fatlaðra, sem var síðasta þriðjudag. 

Með þessari uppákomu vilja Pro Infirmis bæta líkamsímynd fatlaðra og auka sýnileika fatlaðra líkama. Slagorð átaksins er „Hver er fullkominn? Komdu nær.“

Meðal þeirra sem tekin voru mót af var fatlað frægðarfólk á borð við Alex Oberholzer, útvarpsmaður og kvikmyndagagnrýnandi, Jasmin Rechsteiner, sigurvegari keppninnar Ungfrú fötluð 2010, Urs Kolly, íþróttamaður, leikarinn Erwin Aljukic , og bloggarinn Nadja Schmid.

Alain Gsponer kvikmyndaði ferlið í myndbandi sem er hér að neðan. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.