Innlent

Heitavatnsskortur á Akranesi

Frá Akranesi
Frá Akranesi
Kalt var í mörgum húsum á Akranesi í nótt, en þó ekki eins kalt og í fyrrinótt. Ekki hefur enn náðst viðunandi vatnsstaða í heitavatnsgeymi Orkuveitunnar á Akranesi og leiðslan frá Deildartunguhver í Borgarfirði, annar ekki eftirspruninni í bænum.

Því hvetur Orkuveitann Akurnesinga enn til að fara eins sparlegaa  með heita vatnið og þeir geta. Vandræðin má rekja til tveggja bilana sem urðu í vatnsæðinni í fyrradag, en hún er úr sér gengin á köflum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×