Innlent

Drápshljóð háhyrninga bera árangur

Síldin í Kolgrafafirði sýndi viðbrögð, þegar gerð var tilraun í gær með að senda út upptökur af drápshljóðum háhyrninga.

Sigmar Guðbjörnsson hjá Stjörnu-Odda, sem sá um tilraunina telur þó ekki að hægt verði að smala síldinni í stórum stíl með þessari tækni, en hugsanlega megi koma í veg fyrir að hún leiti inn í fjörðinn.

Súrefnismettunin í firðinum hefur snarlækkað í frostinu, en er þó langt yfir því sem var þegar síldardauðinn varð, auk þess sem nú  er mun minna af síld í firðinum en þá, þannig að síldardauði er ekki talinn yfirvofandi alveg á næstunni, að minnstakosti. Í ráði er að gera frekari tilraunir með hvellhettur, til að fæla síldina, en ekki er ákveðið hvenær það verður gert. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×