Innlent

Fólk aðstoðað við að óska eftir gjaldþrotaskiptum

Heimir Már Pétursson skrifar
Kröfuhafar sjá sér ekki alltaf hag í að óska eftir gjaldþrotaskiptum þótt þær væri e.t.v. best fyrir skuldarann
Kröfuhafar sjá sér ekki alltaf hag í að óska eftir gjaldþrotaskiptum þótt þær væri e.t.v. best fyrir skuldarann mynd/vilhelm
Eygló Harðardóttir félags- og húsnæðismálaráðherra kynnti í ríkisstjórn í dag frumvarp til laga um fjárhagsaðstoð til einstaklinga vegna kostnaðar sem fellur til við gjaldþrotaskipti þegar önnur úrræði hafa verið fullreynd.

Á heimasíðu ráðuneytisins segir að gert sé ráð fyrir að umboðsmaður skuldara meti skilyrði fyrir slíkri aðstoð og leggi fram tryggingu kostnaðarins fyrir hönd skuldarans. Markmið frumvarpsins er að gera þeim einstaklingum sem eiga í verulegum greiðsluerfiðleikum og hafa leitað annarra lausna án árangurs, kleift að krefjast gjaldþrotaskipta.

„Kröfuhafar sjá sér ekki alltaf hag í því að krefjast gjaldþrotaskipta telji þeir ljóst að ekkert fáist upp í kröfur. Við þær aðstæður getur verið nauðsynlegt og æskilegast fyrir skuldarann sjálfan að krefjast gjaldþrotaskipta þannig að kröfur á hann fyrnist á tveimur árum líkt og kveðið er á um í lögum um gjaldþrotaskipti í stað þess að fyrnast á fjórum eða tíu árum eftir eðli kröfunnar líkt og gerist ef ekki kemur til gjaldþrotaskipta,“ segir á heimasíðu félagsmálaráðherra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×