Innlent

Hvammsvirkjun í nýtingarflokk

Samúel Karl Ólason skrifar
Urriðafoss í Þjórsá.
Urriðafoss í Þjórsá. Mynd/GVA
Samkvæmt drögum að tillögu verkefnisstjórnar 3. áfanga áætlunar um vernd og orkunýtingu virkjunakosta í neðri Þjórsá, verður Hvammsvirkjun flutt í orkunýtingarflokk.

Verkefnastjórnin leggur ekki til frekari breytingar á röðun virkjunarkosta á þessu stigi. Í greinargerð um tillöguna kemur fram að stjórnin hafði einungis tíma til að fjalla um þrjá virkjunakosti. Urriðafoss-, Holta- og Hvammsvirkjun og áhrif þeirra á laxfiska í Þjórsá.

Hvammsvirkjun hefur minni áhrif á náttúrulega stofna laxfiska en hinir kostirnir. Urriðafossvirkjun hefur áhrif á nánast öll útbreiðslusvæði laxfiska í Þjórsá og Holtavirkjun hefur áhrif á náttúrulegt útbreiðslusvæði laxfiska. Á svæðinu eru mikilvægustu hryggningar- og uppeldissvæði laxa í ánni.

Svo hægt væri að taka afstöðu til Holta- og Urriðafossvirkjunar þyrftu frekari upplýsingar að liggja fyrir um mótvægisaðgerðir, eftirlits- og viðbragðsáætlun og frekari rannsóknir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×