Tæp 2,7 prósent kennslustunda fer í tækni- og tölvukennslu Samúel Karl Ólason skrifar 20. nóvember 2013 16:41 Tölvur spila sífellt stærri hluta í lífi Íslendinga og því er nauðsynlegt að auka kennslu. Mynd/Valgarður Gíslason Sjóðurinn Forritarar framtíðarinnar hefur þann tilgang að: „efla forritunar- og tæknimenntun í grunn- og framhaldsskólum landsins.“ Næsta föstudag mun sjóðurinn opna heimasíðu þar sem skólar og sveitarfélög geta sótt um styrki til að efla tæknikennslu og notkun tækni í skólastarfi. „Upplýsingatæknigeirinn vex hraðar en flestir aðrir geirar og má segja að fáar atvinnugreinar geti í dag þrifist án tækni. Jafnvel bóndi mjólkar með tölvuróbótum,“ segir í tilkynningu frá Forriturum framtíðarinnar. Í tilkynningunni segir ennfremur að skortur sé á upplýsingatæknimenntuðu fólki og að bakhjarlar sjóðsins haldi því fram að Háskólar á Íslandi útskrifi tæknimenntað fólk sem anni um 50% af eftirspurn atvinnulífsins. „Á næstu árum er því þörf fyrir að minnsta kosti 100% aukningu á þessu sviði til þess að brúa bilið.“ Þó háskólarnir útskrifi ekki nægilega mikið af tæknimenntuðu fólki á vandamálið ekki síst rætur í tækni- og tölvukennslu í grunn- og framhaldsskólum. „Í nýrri aðalnámskrá grunnskóla er einungis 2,68% af vikulegum kennslutíma ráðstafað í upplýsinga- og tæknimenntun,“ segir í tilkynningunni. „Börn og unglingar verja miklum tíma í kringum tækni en oft á tíðum er þeirra reynsla sú að þau verða neytendur tækni í stað þess að fá tækifæri til að vinna með tæknina og skapa eitthvað úr henni.“ Sökum þessa er nauðsynlegt að börn fái þá þjálfun og þekkingu sem þurfi til að kveikja áhuga þeirra á tækninni. „áhugi er fyrsta skrefið í átt að efla tæknimenntun þjóðarinnar.“ Síðan www.forritarar.is verður opnuð næstkomandi föstudag og þar geta skólar og sveitarfélög sótt um styrk til að efla tæknikennslu og notkun tækni í skólastarfi. Einnig að fá þjálfun, ráðgjöf og tækjabúnað. Allt eftir þörfum verkefnisins. Fyrirtæki af öllum stærðum koma að verkefninu og leggja því lið. Bakhjarlar verkefnisins Íslandsbanki, Landsbankinn, Microsoft, Nýherji og Reiknistofa bankanna. Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Sjá meira
Sjóðurinn Forritarar framtíðarinnar hefur þann tilgang að: „efla forritunar- og tæknimenntun í grunn- og framhaldsskólum landsins.“ Næsta föstudag mun sjóðurinn opna heimasíðu þar sem skólar og sveitarfélög geta sótt um styrki til að efla tæknikennslu og notkun tækni í skólastarfi. „Upplýsingatæknigeirinn vex hraðar en flestir aðrir geirar og má segja að fáar atvinnugreinar geti í dag þrifist án tækni. Jafnvel bóndi mjólkar með tölvuróbótum,“ segir í tilkynningu frá Forriturum framtíðarinnar. Í tilkynningunni segir ennfremur að skortur sé á upplýsingatæknimenntuðu fólki og að bakhjarlar sjóðsins haldi því fram að Háskólar á Íslandi útskrifi tæknimenntað fólk sem anni um 50% af eftirspurn atvinnulífsins. „Á næstu árum er því þörf fyrir að minnsta kosti 100% aukningu á þessu sviði til þess að brúa bilið.“ Þó háskólarnir útskrifi ekki nægilega mikið af tæknimenntuðu fólki á vandamálið ekki síst rætur í tækni- og tölvukennslu í grunn- og framhaldsskólum. „Í nýrri aðalnámskrá grunnskóla er einungis 2,68% af vikulegum kennslutíma ráðstafað í upplýsinga- og tæknimenntun,“ segir í tilkynningunni. „Börn og unglingar verja miklum tíma í kringum tækni en oft á tíðum er þeirra reynsla sú að þau verða neytendur tækni í stað þess að fá tækifæri til að vinna með tæknina og skapa eitthvað úr henni.“ Sökum þessa er nauðsynlegt að börn fái þá þjálfun og þekkingu sem þurfi til að kveikja áhuga þeirra á tækninni. „áhugi er fyrsta skrefið í átt að efla tæknimenntun þjóðarinnar.“ Síðan www.forritarar.is verður opnuð næstkomandi föstudag og þar geta skólar og sveitarfélög sótt um styrk til að efla tæknikennslu og notkun tækni í skólastarfi. Einnig að fá þjálfun, ráðgjöf og tækjabúnað. Allt eftir þörfum verkefnisins. Fyrirtæki af öllum stærðum koma að verkefninu og leggja því lið. Bakhjarlar verkefnisins Íslandsbanki, Landsbankinn, Microsoft, Nýherji og Reiknistofa bankanna.
Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Sjá meira