"Ef börnin eru ekki með lögheimili hjá þér, er eins og þú eigir ekki börnin" Hrund Þórsdóttir skrifar 20. nóvember 2013 20:00 Guðrún Helga Sigfúsdóttir er ósátt við að kerfið skeri á bræðratengsl sona hennar, af því að foreldrar þeirra skildu. Mörg íslensk börn búa á tveimur stöðum, hjá foreldrum með sameiginlega forsjá, en aðeins er hægt að skrá barn til lögheimilis á einn stað og ýmis þjónusta miðast við það. Foreldrið sem er með lögheimili barns nýtur líka ýmissa réttinda, eins og barnabóta og hærri námslána. Í Stóru málunum á mánudaginn var rætt við foreldra sem ala son sinn upp saman á tveimur heimilum. Þeim finnst fáránlegt að geta ekki bæði verið skráð með lögheimili drengsins. „Þetta er úrelt fyrirkomulag af því að fjölskyldur eru í dag svo fjölbreyttar, segir Ragnar Heiðar Ragnarsson, faðir drengsins. Móðir hans, Brynja Guðrún Eiríksdóttir, tekur undir: „Siggi [sonur þeirra, innsk.bl.m.] segir sjálfur, ég á tvö heimili, ég á heima á tveimur stöðum, hjá pabba og mömmu og af hverju má hann þá ekki bara eiga heima á þessum tveimur stöðum ?“ Guðrún Helga Sigfúsdóttir skildi við barnsföður sinn og til að gæta sanngirni voru synir þeirra, sex og átta ára gamlir, skráðir til lögheimilis hvor hjá sínu foreldrinu. Þeim finnst þó slæmt að þurfa að fara þá leið. „Þótt við foreldrarnir skiljum þá skilja börnin ekki. Þau eiga rétt á að eiga sama heimili og að það sé skráð á pappírum,“ segir Guðrún. Þar sem drengirnir eru ekki lengur skráðir til heimilis saman, misstu þeir systkinaafslátt á frístundaheimili sínu. „Við borgum allt sem við kemur börnunum saman, skiptum því í tvennt og þess vegna skiljum við ekki hvernig er hægt að hátta málunum svona. Þeir eru auðvitað jafnmiklir bræður þótt þeir séu með sitthvort lögheimilið.“ Og dæmin eru fleiri, því þegar sonurinn sem ekki hefur lögheimili hjá Guðrúnu er hjá henni, er hann ótryggður á heimili hennar. „Ef börnin eru ekki með lögheimili hjá þér, er eins og þú eigir ekki börnin,“ segir Guðrún að lokum.Hér má sjá viðtalið úr Stóru málunum, við Ragnar og Brynju, í heild sinni. Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira
Mörg íslensk börn búa á tveimur stöðum, hjá foreldrum með sameiginlega forsjá, en aðeins er hægt að skrá barn til lögheimilis á einn stað og ýmis þjónusta miðast við það. Foreldrið sem er með lögheimili barns nýtur líka ýmissa réttinda, eins og barnabóta og hærri námslána. Í Stóru málunum á mánudaginn var rætt við foreldra sem ala son sinn upp saman á tveimur heimilum. Þeim finnst fáránlegt að geta ekki bæði verið skráð með lögheimili drengsins. „Þetta er úrelt fyrirkomulag af því að fjölskyldur eru í dag svo fjölbreyttar, segir Ragnar Heiðar Ragnarsson, faðir drengsins. Móðir hans, Brynja Guðrún Eiríksdóttir, tekur undir: „Siggi [sonur þeirra, innsk.bl.m.] segir sjálfur, ég á tvö heimili, ég á heima á tveimur stöðum, hjá pabba og mömmu og af hverju má hann þá ekki bara eiga heima á þessum tveimur stöðum ?“ Guðrún Helga Sigfúsdóttir skildi við barnsföður sinn og til að gæta sanngirni voru synir þeirra, sex og átta ára gamlir, skráðir til lögheimilis hvor hjá sínu foreldrinu. Þeim finnst þó slæmt að þurfa að fara þá leið. „Þótt við foreldrarnir skiljum þá skilja börnin ekki. Þau eiga rétt á að eiga sama heimili og að það sé skráð á pappírum,“ segir Guðrún. Þar sem drengirnir eru ekki lengur skráðir til heimilis saman, misstu þeir systkinaafslátt á frístundaheimili sínu. „Við borgum allt sem við kemur börnunum saman, skiptum því í tvennt og þess vegna skiljum við ekki hvernig er hægt að hátta málunum svona. Þeir eru auðvitað jafnmiklir bræður þótt þeir séu með sitthvort lögheimilið.“ Og dæmin eru fleiri, því þegar sonurinn sem ekki hefur lögheimili hjá Guðrúnu er hjá henni, er hann ótryggður á heimili hennar. „Ef börnin eru ekki með lögheimili hjá þér, er eins og þú eigir ekki börnin,“ segir Guðrún að lokum.Hér má sjá viðtalið úr Stóru málunum, við Ragnar og Brynju, í heild sinni.
Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira