Farfuglar verpa fyrr með hlýnandi veðri Svavar Hávarðsson skrifar 21. nóvember 2013 07:00 Jaðrakan er stór, háfættur og hálslangur vaðfugl á stærð við spóa. Íslenskir jaðrakanar eru sérstök deilitegund sem verpir nær eingöngu á Íslandi. Mynd/TGG Varptími íslenska vaðfuglsins jaðrakans er að færast fram vegna hlýnandi veðurfars. Vitað var að þeir eru með afbrigðum heimakærir og stundvísir, en ný rannsókn sýnir að nýjar kynslóðir sækja hingað töluvert fyrr en áar þeirra. Þetta sýna niðurstöður Tómasar G. Gunnarssonar, forstöðumanns Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Suðurlandi, og kollega hans við Háskólann í Austur-Anglíu (UEA). Þær renna stoðum undir þá kenningu að fuglar séu í sífellt meiri mæli að laga sig að loftslagsbreytingum. Stofn íslenska vaðfuglsins jaðrakans hefur verið vaktaður í um 15 ár og liggja þær rannsóknir þessum niðurstöðum til grundvallar. „Það hefur verið vitað lengi að farfuglastofnar stjórnast bæði af atburðum á sumri og vetri, og eina leiðin til að skilja þetta samspil er að elta þá allt árið,“ segir Tómas, sem hefur rannsakað þennan stóra og fallega vaðfugl um langt árabil. Hann segir að verkefnið hafi notið þess að víða um Evrópu er fuglaáhugafólk sem lætur vita ef það sér merkta jaðrakana, en um tvö þúsund sjálfboðaliðar víða um Evrópu lögðu þessari tilteknu rannsókn lið. Tómas segir að meginniðurstaðan sé að hver einstakur fugl fylgi nær ávallt sama mynstri; hann sæki á sama stað á sama tíma þrátt fyrir sveiflur í veðráttu. „En ungu fuglarnir, sem eru að fara í fyrsta skipti, ferðast fyrr að vori en ungfuglar fyrri árganga gerðu. Við hlýnandi veður hefur varptími jaðrakana færst fram. Árgangar fugla sem koma fyrr úr eggi ferðast fyrr til Íslands þegar þeir loks snúa aftur að 2-3 árum liðnum. Þeir halda sig svo við sama komutíma á fullorðinsaldri. Þannig hnikast komutíminn smám saman fram,“ útskýrir Tómas og bætir við: „Margar tegundir farfugla hafa svipaða lífshætti og jaðrakan. Við getum því gert ráð fyrir að þessar niðurstöður eigi við um margar tegundir farfugla,“ segir Tómas. Þetta er í fyrsta skipti sem sýnt er fram á að varptími íslenskra farfugla er að færast fram. Það er nokkuð sem nágrannaþjóðir okkar hafa vitað í allnokkurn tíma, eða frá aldamótum. Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira
Varptími íslenska vaðfuglsins jaðrakans er að færast fram vegna hlýnandi veðurfars. Vitað var að þeir eru með afbrigðum heimakærir og stundvísir, en ný rannsókn sýnir að nýjar kynslóðir sækja hingað töluvert fyrr en áar þeirra. Þetta sýna niðurstöður Tómasar G. Gunnarssonar, forstöðumanns Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Suðurlandi, og kollega hans við Háskólann í Austur-Anglíu (UEA). Þær renna stoðum undir þá kenningu að fuglar séu í sífellt meiri mæli að laga sig að loftslagsbreytingum. Stofn íslenska vaðfuglsins jaðrakans hefur verið vaktaður í um 15 ár og liggja þær rannsóknir þessum niðurstöðum til grundvallar. „Það hefur verið vitað lengi að farfuglastofnar stjórnast bæði af atburðum á sumri og vetri, og eina leiðin til að skilja þetta samspil er að elta þá allt árið,“ segir Tómas, sem hefur rannsakað þennan stóra og fallega vaðfugl um langt árabil. Hann segir að verkefnið hafi notið þess að víða um Evrópu er fuglaáhugafólk sem lætur vita ef það sér merkta jaðrakana, en um tvö þúsund sjálfboðaliðar víða um Evrópu lögðu þessari tilteknu rannsókn lið. Tómas segir að meginniðurstaðan sé að hver einstakur fugl fylgi nær ávallt sama mynstri; hann sæki á sama stað á sama tíma þrátt fyrir sveiflur í veðráttu. „En ungu fuglarnir, sem eru að fara í fyrsta skipti, ferðast fyrr að vori en ungfuglar fyrri árganga gerðu. Við hlýnandi veður hefur varptími jaðrakana færst fram. Árgangar fugla sem koma fyrr úr eggi ferðast fyrr til Íslands þegar þeir loks snúa aftur að 2-3 árum liðnum. Þeir halda sig svo við sama komutíma á fullorðinsaldri. Þannig hnikast komutíminn smám saman fram,“ útskýrir Tómas og bætir við: „Margar tegundir farfugla hafa svipaða lífshætti og jaðrakan. Við getum því gert ráð fyrir að þessar niðurstöður eigi við um margar tegundir farfugla,“ segir Tómas. Þetta er í fyrsta skipti sem sýnt er fram á að varptími íslenskra farfugla er að færast fram. Það er nokkuð sem nágrannaþjóðir okkar hafa vitað í allnokkurn tíma, eða frá aldamótum.
Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira