Íslenskur heimilislæknir fastur í Palestínu Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 21. nóvember 2013 07:00 Sveinn Rúnar Hauksson beið allan gærdaginn við landamærin og reyndi árangurslaust að komst yfir til Egyptalands þar sem hann á flug til Kaupmannahafnar frá Kaíró. Aðsend mynd Sveinn Rúnar Hauksson, heimilislæknir og formaður félagsins Ísland-Palestína, er fastur í Gasaborg í Palestínu þessa dagana. Blaðamaður náði sambandi við Svein Rúnar í gærkvöldi eftir að hann hafði eytt öllum deginum við Rafha-landamærin að reyna að komast til Egyptalands. „Landamærin hafa verið takmarkað opin síðustu dagana. Í dag var opið í fimm klukkustundir en þegar ég reyndi að komast í gegn þá var ég stoppaður. Ég skil ekki alveg af hverju. Ég held satt að segja að það sé verið að setja nýjar vinnureglur en svo er þetta líka vanhæfni starfsfólksins sem vinnur við landamærin. Ég notaði meira að segja klíkuskap þar sem ég þekki menn í góðum stöðum hér í borg, svo sem heilbrigðisráðherrann og borgarstjóra, en það virkaði ekki.“ Sveinn Rúnar átti flug heim 11. nóvember síðastliðinn en þá voru landamærin lokuð og næstu daga á eftir. Hann á svo flug heim í dag frá Kaíró sem hann náði að seinka til morguns. Hann vonast því til að komast yfir landamærin í dag. „Ef ég kemst ekki í gegn þá gæti ég verið fastur hér í langan tíma. Í morgun [gærmorgun] gerðist þessi hryllilegi atburður þegar egypskir hermenn voru sprengdir með fjarstýrðri sprengju. Alltaf þegar eitthvað svona gerist er það látið bitna á Palestínumönnum. Vegna þessa atburðar verður landamærunum örugglega lokað til lengri tíma, jafnvel í mánuð, sem þýðir að ég verði fastur hér. Ég vorkenni mér þó ekki því hér er fjöldi manns sem hefur reynt að komast yfir landamærin í langan tíma og er alltaf vísað frá,“ segir Sveinn Rúnar. Sveinn Rúnar fór til Palestínu til að sinna verkefnum sem félagið Ísland-Palestína stendur fyrir þar ásamt því að vera á læknaráðstefnu. Hann ætlaði að dvelja í landinu í viku en hefur verið þar í sautján daga. „Hin landamærin eru í norðri, yfir til Ísrael. Ætli ég reyni ekki við þau ef ég kemst ekki yfir til Egyptalands. Annars hef ég lent í þessu áður við landamærin til Ísraels en þá mátti ég reyndar ekki snúa til baka á Gasasvæðið. Þeir taka bara sínar ákvarðanir án nokkurs rökstuðnings þannig að erfitt er að vita hvað býr að baki," segir Sveinn Rúnar og að þessi staða sem hann er í komi honum ekki sérlega á óvart. „Þegar ég kom hingað í byrjun mánaðar var strax ljóst að þetta yrði erfið ferð vegna ástandsins á Sínaí-skaganum. Frá því að núverandi stjórn tók við í Egyptalandi hefur ástandið hér stórlega versnað, og nógu slæmt var það fyrir" segir Sveinn Rúnar sem ætlaði að leggjast til hvílu í lok samtals. Enda var hvort eð er búið að taka rafmagnið af borginni, eða klukkan ellefu á staðartíma, og því niðamyrkur og lítið hægt að athafna sig. Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Sjá meira
Sveinn Rúnar Hauksson, heimilislæknir og formaður félagsins Ísland-Palestína, er fastur í Gasaborg í Palestínu þessa dagana. Blaðamaður náði sambandi við Svein Rúnar í gærkvöldi eftir að hann hafði eytt öllum deginum við Rafha-landamærin að reyna að komast til Egyptalands. „Landamærin hafa verið takmarkað opin síðustu dagana. Í dag var opið í fimm klukkustundir en þegar ég reyndi að komast í gegn þá var ég stoppaður. Ég skil ekki alveg af hverju. Ég held satt að segja að það sé verið að setja nýjar vinnureglur en svo er þetta líka vanhæfni starfsfólksins sem vinnur við landamærin. Ég notaði meira að segja klíkuskap þar sem ég þekki menn í góðum stöðum hér í borg, svo sem heilbrigðisráðherrann og borgarstjóra, en það virkaði ekki.“ Sveinn Rúnar átti flug heim 11. nóvember síðastliðinn en þá voru landamærin lokuð og næstu daga á eftir. Hann á svo flug heim í dag frá Kaíró sem hann náði að seinka til morguns. Hann vonast því til að komast yfir landamærin í dag. „Ef ég kemst ekki í gegn þá gæti ég verið fastur hér í langan tíma. Í morgun [gærmorgun] gerðist þessi hryllilegi atburður þegar egypskir hermenn voru sprengdir með fjarstýrðri sprengju. Alltaf þegar eitthvað svona gerist er það látið bitna á Palestínumönnum. Vegna þessa atburðar verður landamærunum örugglega lokað til lengri tíma, jafnvel í mánuð, sem þýðir að ég verði fastur hér. Ég vorkenni mér þó ekki því hér er fjöldi manns sem hefur reynt að komast yfir landamærin í langan tíma og er alltaf vísað frá,“ segir Sveinn Rúnar. Sveinn Rúnar fór til Palestínu til að sinna verkefnum sem félagið Ísland-Palestína stendur fyrir þar ásamt því að vera á læknaráðstefnu. Hann ætlaði að dvelja í landinu í viku en hefur verið þar í sautján daga. „Hin landamærin eru í norðri, yfir til Ísrael. Ætli ég reyni ekki við þau ef ég kemst ekki yfir til Egyptalands. Annars hef ég lent í þessu áður við landamærin til Ísraels en þá mátti ég reyndar ekki snúa til baka á Gasasvæðið. Þeir taka bara sínar ákvarðanir án nokkurs rökstuðnings þannig að erfitt er að vita hvað býr að baki," segir Sveinn Rúnar og að þessi staða sem hann er í komi honum ekki sérlega á óvart. „Þegar ég kom hingað í byrjun mánaðar var strax ljóst að þetta yrði erfið ferð vegna ástandsins á Sínaí-skaganum. Frá því að núverandi stjórn tók við í Egyptalandi hefur ástandið hér stórlega versnað, og nógu slæmt var það fyrir" segir Sveinn Rúnar sem ætlaði að leggjast til hvílu í lok samtals. Enda var hvort eð er búið að taka rafmagnið af borginni, eða klukkan ellefu á staðartíma, og því niðamyrkur og lítið hægt að athafna sig.
Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Sjá meira