Íslenskur heimilislæknir fastur í Palestínu Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 21. nóvember 2013 07:00 Sveinn Rúnar Hauksson beið allan gærdaginn við landamærin og reyndi árangurslaust að komst yfir til Egyptalands þar sem hann á flug til Kaupmannahafnar frá Kaíró. Aðsend mynd Sveinn Rúnar Hauksson, heimilislæknir og formaður félagsins Ísland-Palestína, er fastur í Gasaborg í Palestínu þessa dagana. Blaðamaður náði sambandi við Svein Rúnar í gærkvöldi eftir að hann hafði eytt öllum deginum við Rafha-landamærin að reyna að komast til Egyptalands. „Landamærin hafa verið takmarkað opin síðustu dagana. Í dag var opið í fimm klukkustundir en þegar ég reyndi að komast í gegn þá var ég stoppaður. Ég skil ekki alveg af hverju. Ég held satt að segja að það sé verið að setja nýjar vinnureglur en svo er þetta líka vanhæfni starfsfólksins sem vinnur við landamærin. Ég notaði meira að segja klíkuskap þar sem ég þekki menn í góðum stöðum hér í borg, svo sem heilbrigðisráðherrann og borgarstjóra, en það virkaði ekki.“ Sveinn Rúnar átti flug heim 11. nóvember síðastliðinn en þá voru landamærin lokuð og næstu daga á eftir. Hann á svo flug heim í dag frá Kaíró sem hann náði að seinka til morguns. Hann vonast því til að komast yfir landamærin í dag. „Ef ég kemst ekki í gegn þá gæti ég verið fastur hér í langan tíma. Í morgun [gærmorgun] gerðist þessi hryllilegi atburður þegar egypskir hermenn voru sprengdir með fjarstýrðri sprengju. Alltaf þegar eitthvað svona gerist er það látið bitna á Palestínumönnum. Vegna þessa atburðar verður landamærunum örugglega lokað til lengri tíma, jafnvel í mánuð, sem þýðir að ég verði fastur hér. Ég vorkenni mér þó ekki því hér er fjöldi manns sem hefur reynt að komast yfir landamærin í langan tíma og er alltaf vísað frá,“ segir Sveinn Rúnar. Sveinn Rúnar fór til Palestínu til að sinna verkefnum sem félagið Ísland-Palestína stendur fyrir þar ásamt því að vera á læknaráðstefnu. Hann ætlaði að dvelja í landinu í viku en hefur verið þar í sautján daga. „Hin landamærin eru í norðri, yfir til Ísrael. Ætli ég reyni ekki við þau ef ég kemst ekki yfir til Egyptalands. Annars hef ég lent í þessu áður við landamærin til Ísraels en þá mátti ég reyndar ekki snúa til baka á Gasasvæðið. Þeir taka bara sínar ákvarðanir án nokkurs rökstuðnings þannig að erfitt er að vita hvað býr að baki," segir Sveinn Rúnar og að þessi staða sem hann er í komi honum ekki sérlega á óvart. „Þegar ég kom hingað í byrjun mánaðar var strax ljóst að þetta yrði erfið ferð vegna ástandsins á Sínaí-skaganum. Frá því að núverandi stjórn tók við í Egyptalandi hefur ástandið hér stórlega versnað, og nógu slæmt var það fyrir" segir Sveinn Rúnar sem ætlaði að leggjast til hvílu í lok samtals. Enda var hvort eð er búið að taka rafmagnið af borginni, eða klukkan ellefu á staðartíma, og því niðamyrkur og lítið hægt að athafna sig. Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira
Sveinn Rúnar Hauksson, heimilislæknir og formaður félagsins Ísland-Palestína, er fastur í Gasaborg í Palestínu þessa dagana. Blaðamaður náði sambandi við Svein Rúnar í gærkvöldi eftir að hann hafði eytt öllum deginum við Rafha-landamærin að reyna að komast til Egyptalands. „Landamærin hafa verið takmarkað opin síðustu dagana. Í dag var opið í fimm klukkustundir en þegar ég reyndi að komast í gegn þá var ég stoppaður. Ég skil ekki alveg af hverju. Ég held satt að segja að það sé verið að setja nýjar vinnureglur en svo er þetta líka vanhæfni starfsfólksins sem vinnur við landamærin. Ég notaði meira að segja klíkuskap þar sem ég þekki menn í góðum stöðum hér í borg, svo sem heilbrigðisráðherrann og borgarstjóra, en það virkaði ekki.“ Sveinn Rúnar átti flug heim 11. nóvember síðastliðinn en þá voru landamærin lokuð og næstu daga á eftir. Hann á svo flug heim í dag frá Kaíró sem hann náði að seinka til morguns. Hann vonast því til að komast yfir landamærin í dag. „Ef ég kemst ekki í gegn þá gæti ég verið fastur hér í langan tíma. Í morgun [gærmorgun] gerðist þessi hryllilegi atburður þegar egypskir hermenn voru sprengdir með fjarstýrðri sprengju. Alltaf þegar eitthvað svona gerist er það látið bitna á Palestínumönnum. Vegna þessa atburðar verður landamærunum örugglega lokað til lengri tíma, jafnvel í mánuð, sem þýðir að ég verði fastur hér. Ég vorkenni mér þó ekki því hér er fjöldi manns sem hefur reynt að komast yfir landamærin í langan tíma og er alltaf vísað frá,“ segir Sveinn Rúnar. Sveinn Rúnar fór til Palestínu til að sinna verkefnum sem félagið Ísland-Palestína stendur fyrir þar ásamt því að vera á læknaráðstefnu. Hann ætlaði að dvelja í landinu í viku en hefur verið þar í sautján daga. „Hin landamærin eru í norðri, yfir til Ísrael. Ætli ég reyni ekki við þau ef ég kemst ekki yfir til Egyptalands. Annars hef ég lent í þessu áður við landamærin til Ísraels en þá mátti ég reyndar ekki snúa til baka á Gasasvæðið. Þeir taka bara sínar ákvarðanir án nokkurs rökstuðnings þannig að erfitt er að vita hvað býr að baki," segir Sveinn Rúnar og að þessi staða sem hann er í komi honum ekki sérlega á óvart. „Þegar ég kom hingað í byrjun mánaðar var strax ljóst að þetta yrði erfið ferð vegna ástandsins á Sínaí-skaganum. Frá því að núverandi stjórn tók við í Egyptalandi hefur ástandið hér stórlega versnað, og nógu slæmt var það fyrir" segir Sveinn Rúnar sem ætlaði að leggjast til hvílu í lok samtals. Enda var hvort eð er búið að taka rafmagnið af borginni, eða klukkan ellefu á staðartíma, og því niðamyrkur og lítið hægt að athafna sig.
Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira