Lífið

Kevin Spacey gaf Woody Allen áskrift að Netflix

Kevin Spacey
Kevin Spacey AFP/NordicPhotos
Stórleikarann Kevin Spacey þarf vart að kynna, nema þegar hann vill hlutverk í nýrri Woody Allen mynd.

Það var í þeim tilgangi sem Kevin Spacey gaf leikstjóranum og höfundinum Woody Allen áskrift að Netflix svo hann gæti horft á House of Cards, þar sem Spacey fer með aðalhlutverk.

Í viðtali við GQ útskýrir Spacey hvers vegna. 

„Ég trúi þessu: Ef leikari vill hlutverk eða vill vinna með einhverjum, þá gerirðu allt sem í þínu valdi stendur til að fá hlutverkið. Ef þeir vilja fá þig í prufu, þá ferðu í prufu. Ef þeir vilja sjá þig í mynd, þá sýnirðu þeim þig í mynd. Ef þeir vilja að þú dansir stepp-dans í forstofunni hjá þeim, þá gerirðu það líka.“

Og Spacey vill hlutverk í Woody Allen mynd. „Ég skrifaði honum bréf og kynnti mig sem leikara sem hann gæti þekkt, eða ekki. Og svo sendi ég honum áskrift að Netflix, því að ég vil að hann sjái það sem ég er að gera.“

Og þeir fiska sem róa. Spacey sagði í viðtalinu að Allen hefði skrifað honum dásamlegt svarbréf, þar sem hann sagðist líta björtum augum til framtíðar og þakkaði honum fyrir áskriftina.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.