Innlent

"Ég hef aldrei séð fallega valdbeitingu“

Hanna Rún Sverrisdóttir og Kristján Hjálmarsson skrifar
Handakan náðist á myndband og vakti mikla athygli á sínum tíma.
Handakan náðist á myndband og vakti mikla athygli á sínum tíma.
Lögreglufulltrúi og kennarar hjá lögregluskólanum gáfu áðan skýrslu við aðalmeðferð yfir lögreglumanni sem ákærður er fyrir líkamsárás og brot í opinberu starfi þegar hann handtók ölvaða konu á Laugaveginum í júlí í sumar.

Lögreglufulltrúinn, sem starfar við lögregluskólann, var spurður hvort fólk gæti ekki hlotið mar eða áverka við handtöku. Hann sagði allar líkur á því þegar verið væri að beita valdi. Hann sagði að lítið mætti út af bregða. „Ég hef aldrei séð fallega valdbeitingu - handtaka lítur aldrei vel út.“

Lögreglumaður sem kennir hina svokölluðu norsku aðferð sem beitt er við handtökur í lögregluskólanum sagði þann ákærða hafa fengið litla þjálfun. Hann man eftir tveimur æfingum sem sá ákærði hefði tekið þátt í, annarri árið 2010 og hinni 2013.

Annar kennari úr lögregluskólanum sem kom fyrir dóm sagði að það mætti vera meiri og formlegri þjálfun hjá lögreglumönnum yfir höfuð.


Tengdar fréttir

Fumlaus handtaka

Mjög ofarlega í umræðunni í dag er handtaka lögreglumanns sem náðist á myndband. Umræðan er mjög á einn veg og orð eins og „ótrúlega harkaleg handtaka“ verið notuð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×