Innlent

Segir að Íbúðalánasjóður hafi orðið fyrir áhlaupi

Árni Magnússon, fyrrverandi félagsmálaráðherra.
Árni Magnússon, fyrrverandi félagsmálaráðherra.
Árni Magnússon, fyrrverandi félagsmálaráðherra, segir að Íbúðalánasjóður hafi orðið fyrir áhlaupi þegar viðskiptabankarnir fóru inn á húsnæðislánamarkaðinn. Rekja megi vanda sjóðsins að stærstum hluta til bankahrunsins.

Árni sat í dag fyrir svörum hjá stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis í tengslum við skýrslu rannsóknarnefndar um Íbúðalánasjóð.  Árni var beðinn um að leggja sitt mat á vanda Íbúðalánajóðs og því tjóni sem hann hefur orðið fyrir.

Árni sagði að sjóðurinn hafi orðið fyrir umtalsverðu tjóni þegar viðskiptabankarnir komu inn á húsnæðislánamarkaðinn og líkti því við áhlaup. Sjóðurinn hefði hins vegar staðið þetta áhlaup af sér ef fjármálakerfið hefði ekki hrunið.  „Ef við hefðum vitað það þá sem menn vita núna að fjármálakerfið myndi hrynja þá hefði helsta verkefnið verið að losa ríkið undan ábyrgð á sjóðnum,“ sagði Árni.



Aðspurður hvort það hefði mátt breyta uppgreiðsluákvæðum varðandi útlán sjóðsins og leggja á sérstakt uppgreiðslugjald sagði Árni að það hefði verið rætt á sínum tíma en mætt mikilli andstöðu m.a. frá verkalýðshreyfingunni og þingmönnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×