Lífið

Seth Rogen í hlutverk Kim Kardashian

Kanye West gaf út myndband við lagið Bound 2 fyrir rúmri viku síðan. Í myndbandinu leikur unnusta hans, raunveruleikastjarnan Kim Kardashian, aðalhlutverkið þar sem hún er ber að ofan og er afar innileg með Kanye, til dæmis á mótorhjóli.

Nú hafa félagarnir James Franco og Seth Rogen búið til endurgerð af myndbandinu, skot fyrir skot, sem heitir Bound 3.

Rogen, sem leikur Kardashian, er ber að ofan í myndbandinu og fer á kostum. Franco er einnig sannfærandi í hlutverki Kanye West.

Þeir Franco og Rogen eru um þessar mundir við tökur á nýrri kvikmynd sem heitir The Interview. 

Sjón er sögu ríkari.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.