Lífið

Bestu Instagram-myndir ársins 2013

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Instagram nýtur gríðarlegra vinsælda hjá frægasta fólki heimsins og hefur það einstaklega gaman af því að mynda sig í bak og fyrir.

Lífið tók saman nokkrar bestu Instagram-myndir ársins sem er að líða, allt frá fyrstu myndinni af North West til sérstaks klæðaburðar Nicki Minaj.

Kanye West og Kim Kardashian frumsýndu North West á Instagram.
Beyonce gerði allt vitlaust þegar hún frumsýndi nýja hárgreiðslu.
Behati Prinsloo, unnusta Adam Levine, bauð upp á þessa mynd af sínum heittelskaða.
Khloe Kardashian og Kylie Jenner voru í skýjunum þegar Kanye West bað Kim Kardashian á tónleikum í San Francisco í október.
Þessari mynd af Kim Kardashian muna margir eftir.
Miley Cyrus fékk sér tattú á iljarnar í september.
Rihanna ber að ofan á hrekkjavöku.
Nicki Minaj er ekki feimin.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.